A A A
17. febrśar 2016 - Kristjįn Kristjįnsson

Samstarf viš Coerver

Barna og unglingaráð knattspyrnudeildar Vestra ( BÍ/Bolungarvíkur) og Coerver Coaching hafa gert með sér samkomulag til næstu 3ja ára. Coerver Coaching mun veita félaginu faglega ráðgjöf og fræðslu í þjálfun barna og unglinga. Auk þess sem iðkendur félagsins munu fá góða þjálfun í æfingaáætlun Coerver Coaching. Coerver Coaching er hugmynda- og æfingaáætlun í knattspyrnu sem þjálfar upp færni og hentar öllum aldurshópum en sérstaklega aldrinum 6-16 ára á öllum getustigum. Hugmyndafræði sem einblínir á að þróa færni einstaklingsins og leikæfingar í smáum hópum. Coerver Coaching var stofnað árið 1984 og starfar í 42 löndum víðsvegar um allan heim. Yfirþjálfari Coerver Coaching á Íslandi er Heiðar Birnir Torleifsson.
2. febrśar 2016 - Kristjįn Kristjįnsson

Strįkar į landslišsęfingum

Um síðustu helgi var KSÍ með úrtaksæfingar fyrir U-19 og U-16 ára.  Þar áttum við þrjá stráka, Viktor Júlíusson og Daði Freyr Arnarson voru valdir í U-19.  Daði Freyr Arnarson gekk nýlega til liðs við FH en við teljum hann sem okkar.  Þórður Gunnar Hafþórsson var svo valinn í U-16 ára.  Þórður er þarna að fara í annað sinn á úrtaksæfingar og stendur sig með mikilli prýði.  Þórður er fyrirmynd annara hvað varðar áhuga, eljusemi og dugnað.  Hann mætir vel á allar æfingar.  Þórður hefur t.a.m. mætt á allar tækniæfingar á laugardögum á þessum vetri og tekið þátt í þeim af fullum þunga og ekki látið það aftra sér þó hann æfi þar með yngri iðkendum, hann frekar hvetur þá yngri áfram.    Góð fyrirmynd.
8. desember 2015 - Kristjįn Kristjįnsson

Žjįlfarakynning Atli

Þá höldum við áfram að kynna þjálfara okkar.  Þennan þarf vart að kynna enda búinn að vera lengi hjá BÍ/Bolungarvík.  Atli hefur undanfarin ár tekið að sér stelpurnar okkar og sinnir því mikilvægu hlutverki í stelpuátaki okkar.  Við mælum með google leitarforriti til að skoða uppáhalds fótboltamanninn hans.  Því fæstir vita hver hann er.

Nafn: Atli Freyr Rúnarsson

Aldur: 36 ára

Fjölskylda: Giftur Elísabetu Samúelsdóttur og eigum við saman þrjár dætur þær Soveigu Amalíu, Guðríði Völu og Freyju Rún

Nám/atvinna/þjálfaranámskeið: Er menntaður íþróttafræðingur og starfa sem kennari í Grunnskóla Ísafjarðar. Er með UEFA B þjálfaragráðu.

Uppruni: Fæddur og uppalinn á Ísafirði.

Uppáhalds knattspyrnulið:  Það er bara hægt að halda með einu liði í enska og það er Tottenham

Uppáhalds fótboltamaður/kona:  Eric Dier (grjót harður) og Sara Björk (grjót hörð)

Besti fótboltamaður/kona frá upphafi: Diego Maradona/ Alex Morgan

Uppáhalds matur: Rjúpa

Hvað verður lagt áherslu á í vetur: Að allir njóti sín á æfingum því það er besta leiðin til að bæta sig.

Lokaorð: Krakkar verið dugleg að mæta á æfingar og nýta æfingarnar í að bæta ykkur. Það er aldrei of seint að byrja.

 

30. nóvember 2015 - Kristjįn Kristjįnsson

5.fl kvk į haustmóti Keflavķkur

5.flokkur stúlkna fór núna um helgina á haustmót Keflavíkur.  Er þetta í fyrsta skiptið sem við förum á þetta mót.  Lagt var af stað keyrandi eftir skóla á föstudaginn.  Á laugardeginum fór mótið fram og stóðu stelpurnar sig rosalega vel.  Það er mjög gott fyrir þær að fara á vetrarmót til þess að fá spiltíma því langt er milli leikja hjá þeim ef einungis er farið á mót á sumrin.  Stelpurnar skemmtu sér konunglega og fóru svo í keilu um kvöldið.  Það voru því ánægðar en jafnframt þreyttar stelpur sem keyrðu heim á sunnudeginum.  5.flokkur stúlkna er mjög fjölmennur og fóum 14 stelpur með í ferðina og kepptu í tveimur liðum.  Hópurinn allur telur hátt í 20 stelpur.  Við erum mjög ánægð með þennan stóra hóp og er hann einn liður í uppbyggingu stelpu og kvennafótbolta hjá BÍ/Bolungarvík.
26. nóvember 2015 - Kristjįn Kristjįnsson

Žjįlfarakynning Žórir

Nú er komið að því að kynna Þórir Karlsson.  Þórir hefur verið að þjálfa 8.flokk hjá okkur síðustu 2 ár og staðið sig rosalega vel.  Í vetur verður hann að þjálfa 6.fl og 3.fl stráka í samstarfi við Daniel Badu.  Þórir á ættir að rekja í Hnífsdal og eru það meðmæli sem ekki öllum hlotnast :).  

Nafn: Þórir Karlsson

Aldur: tvítugur

Fjölskylda: foreldrar mínir eru Kalli ásgeirs, aka Kalli kokkur aka kalli í 3x og Guðlaug Jónsdóttir eða Didda heimilisfræðikennari, ég á einn bróður sem heitir Ásgeir Kristján, en er betur þekktur sem mc geiri

Nám/atvinna/þjálfaranámskeið: Er ekki í námi sem stendur, en ég kláraði stúdentinn við MÍ síðastliðið vor, ég vinn hjá 3x technology með þjálfuninni, er búinn með KSÍ 1, 2 og 3 og vill bæta frekar við mig.

Uppruni: Fæddist í Reykjavík, en fluttist vestur nokkura mánaða og tel mig vera Ísfirðing í húð og hár.

Uppáhalds knattspyrnulið í ensku: LIVERPOOL

Uppáhalds fótboltamaður/kona: erfitt að velja einhvern einn, enn Steven Gerrard hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, Torres og Suarez voru líka alltaf ofarlega á lista sem og ástrallinn Harry Kewell, en í dag er það sennilega Pétur Bjarnason.

Besti fótboltamaður: mjöööög einfalt svar: Lionel Messi, yfirburða maður, ekki einu sinni reyna að mótmæla því. Ef menn ætla að segja eitthvað að annað eru þeir eitthvað að misskilja hlutina.

Uppáhalds matur: Humarinn sem við fjölskylda borðum á jólunum.

Hvað verður lagt áherslu á í vetur: hafa gaman að hlutunum og að strákarnir bæti sig sem mest

Fyrri sķša
1
234567414243Nęsta sķša
Sķša 1 af 43
Eldri fęrslur

Fréttir

Atburšir

« Įgśst »
S M Ž M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Vefir ašildarfélaga HSV

Vefumsjón